Heimaey klukkur
Það er 30% Singles day afsláttur af Heimaey klukkunum okkar út miðvikudaginn 12. nóvember! Við eigum til takmarkað magn af hverjum lit svo við mælum með því að hafa hraðar hendur! Tilvalið í jólapakkann handa Vestmannaeyingum! :)
-----------------------------------------------------------------------------------------
Þar sem 50 ár eru liðin frá eldgosinu í Heimaey, 1973, ákvaðum við að smíða þessar klukkur í takmörkuðu upplagi! Þær eru fáanlegar í þremur litum: norðurljósa, bláum og eldgos.
Klukkurnar eru smíðaðar á Jaðri í Suðursveit. Þær eru skornar út úr 2mm áli með skurðarvél sem við hönnuðum og smíðuðum. Þær eru dufthúðaðar í gamla fjósinu á bænum og loks er þeim pakkað inn í frauðplastumbúðir sem við sníðum utan um þær. Klukkurnar eru handunnar sem gerir það að verkum að engar tvær eru nákvæmlega eins, og því hver og ein einstök.