Frí sending innanlands ef verslað er fyrir 9.000 kr eða meira!

Um okkur

Málmlist var stofnað í september 2016 á Jaðri í Suðursveit og fer öll smíði á vörunum þar fram. Við sérhæfum okkur í útskurði á hlutum úr málmum og notum til þess tölvustýrða plasmaskurðarvél. Okkar helstu vörur eru Íslandsklukkurnar sem við bjóðum upp á í ýmsum útfærslum en við tökum einnig að okkur sérsmíði á skiltum, merkingum og fleiru.

Við hjá Málmlist viljum stuðla að íslenskri framleiðslu og er því skurðarborðið fyrir plasmaskurðarvélina heimasmíðað sem og flest af þeim verkfærum sem við notum við gerð og vinnslu klukkunnar, alveg frá því hún er skorin út þar til hún er komin í pakkningu tilbúin til afhendingar. Við erum stolt af því að bjóða upp á vöru sem smíðuð er alveg frá grunni af okkur sjálfum, það gerist ekki mikið íslenskara! Íslandsklukkurnar eru handunnar sem gerir það að verkum að engar tvær Norðurljósaklukkur eru nákvæmlega eins, rétt eins og norðurljósin sjálf eru aldrei alveg eins og gerir það hverja og eina klukku sérstaka.

Enn sem komið er bjóðum við eingöngu klukkurnar okkar til sölu í netversluninni en einnig eru þær til sölu í nokkrum minjagripaverslunum í A-Skaftafellssýslu.

Endilega hafðu samband ef þú hefur einhverjar spurningar!
Sigrún: 770-4252
Bjarni: 661-4172
malmlist@bmj.is
facebook.com/malmlist

 Við leggjum mikið upp úr því að veita viðskiptavinum okkar sem besta þjónustu og eru því gildin okkar:

- Áreiðanleiki
- Vandvirkni
- Ánægja