Falleg íslensk hönnun og handverk
Málmlist er lítið fjölskyldufyrirtæki, staðsett á Jaðri í Suðursveit. Hjarta framleiðslunnar er tölvustýrð skurðarvél, hönnuð og smíðuð af okkur og einnig erum við með laser skurðarvél. Við skerum út allar þær vörur sem við framleiðum og dufthúðum (e. powder coating) þær einnig. Dufthúðunin fer fram í gamla fjósinu á bænum þar sem við höfum komið okkur upp aðstöðu. Rafmagnið í hluta framleiðslunnar kemur úr lítilli heimarafstöð sem einnig var smíðuð á Jaðri. Við leggjum mikla áherslu á sjálfbærni og efnisnýtingu, sem dæmi þá fer allur afskurður af álinu frá okkur til Málmsteypunnar Hellu þar sem steyptir eru úr því ýmsir hlutir og efnisnýting því 100%. Okkar vinsælustu vörur eru norðurljósaklukkurnar sem við meðhöndlum á sérstakann hátt til að búa til norðurljósa útlit á þær, við handgerum norðurljósin á klukkurnar svo að engar tvær klukkur eru nákvæmlega eins.